Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Brasilíu?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Brasilíu er frá september til október. Þannig má forðast mestu ösina á ferðamannatímunum, harðan veturinn í suðrinu og hápunkt regntímabilsins. Hlýjustu mánuðir Brasilíu eru einnig þeir blautustu, svo það er alla jafna best að forðast háannatímabilið á milli desember og mars, sérstaklega ef ætlunin er að skoða dýralífið í Amazon-skóginum eða Pantanal-votlendinu, sem best er að heimsækja á milli júlí og september. Heimsfræga karnivalið í Rio er í febrúar eða byrjun mars, og það er án efa ein minnisstæðasta veisla sem hægt er að taka þátt í. Þeir sem vilja fara á seglbretti eða flugdrekabretti finna frábærar aðstæður í São Miguel do Gostoso, Taiba eða Cumbuco á milli maí og febrúar.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Brasilíu eftir mánuði

Hátindur sumarsins er í janúar og þar sem meðalhitinn er í kringum 27°C er ekki svo vitlaust að huga að ferð á ströndina. Í þeim mánuði getur þó rignt mikið svo það borgar sig að fylgjast með veðurspánni og vita hvort þörf er á strandhandklæði eða regnhlíf.

Hópsiglingin á eyjunni Angra dos Reis þann 1. janúar er frábær leið til að fagna komu nýs árs, en þá sigla þúsundir báta saman. Vitringadagurinn Dia dos Reis er haldinn hátíðlegur á þrettándanum, 6. janúar, og þá er spiluð tónlist og dansað í mörgum borgum landsins. Hlýtt veðrið í janúar þýðir að sá tími hentar afar vel til að heimsækja Rio og Copacabana en þar er fjörugt andrúmsloft án þvögunnar sem fylgir karnivalinu í febrúar.

30°C

Hæsti

22°C

Lægsti

25 dagar

Úrkoma

Heimsfræga karnivalið í Brasilíu leggur undir sig landið og ótal strandgestir keppast um besta blettinn á ströndinni fyrir handklæðið sitt. Toppurinn á ösinni er í febrúar, en fyrir þá sem sætta sig við mannfjöldann er þarna tækifæri til að taka þátt í einni af bestu veislum jarðarinnar. Veðrið er áfram heitt og blautt, hitinn fer allt upp í 35°C, svo það borgar sig að vera með léttan klæðnað og vatnsheldan.

Karnivölin eru haldin í mörgum stórborgum eins og São Paulo og Salvador, en það allra frægasta fer fram í Rio de Janeiro. Viðburðurinn er haldinn í febrúar eða snemma í mars dagana fimm á undan öskudegi. Gestir geta verið með milljónum annarra að horfa á bestu dansskóla landsins sýna sambadans í heillandi skrúðgöngum með litadýrð, búningum og tónlist.

31°C

Hæsti

22°C

Lægsti

23 dagar

Úrkoma

Enn er háannatími í flestum hlutum Brasilíu og hitastigið er í kringum 40°C. Karnivalgleðin getur enn átt sér stað í stórborgum ef öskudagur lendir í mars, svo það má búast við mannfjölda ef þannig hittir á. Annars getur þessi mánuður verið þægilegri fyrir þá sem vilja kanna ýmsa hluta landsins, en möguleikinn á sumarstormum er fyrir hendi svo það er best að taka með sér vatnsheld föt og góða regnhlíf, auk léttari klæðnaðar.

Árlega brasilíska bjórhátíðin Brazilian Beer Festival er haldin í Blumenau í mars og stendur yfir í fjóra daga, en þá bjóða brugghús heimamanna og alþjóðleg brugghús gestum að smakka meira en 140 bjórtegundir. Fyrst karnivalgestirnir eru farnir er hægt að fara til São Paulo og bragða á besta mat landsins eða njóta 8000 km löngu strandlengjunnar, sem innifelur dásamlega staði eins og Alter do Chao í Pará og hraunskagann Fernando de Noronha.

29°C

Hæsti

21°C

Lægsti

24 dagar

Úrkoma

Hitastigið fellur og gestum fækkar, svo apríl getur verið afar ánægjulegur mánuður til að heimsækja marga hluta Brasilíu. Í lok mánaðarins er þurrasti tíminn fyrir Pantanal-votlendið og páskavikunni fylgja margar trúarlegar hátíðir, auk tækifæris til að bragða á heimatilbúnum súkkulaðieggjum. Mikið regn er oftast á flestum svæðum og hitastigið er að meðaltali 18 - 31°C.

Haldið er upp á páskavikuna um allt landið en einn merkilegasta hátíðin er þó Ouro Preto í Minas Gerais, en þá er borgin er þakin blómum og litrík teppi eru lögð á göturnar. Aðra vinsæla viðburði í páskavikunni má finna í Cidade de Goiás, Congonhas og São João del Rei. Lollapalooza Brasil er yfirleitt haldin fyrstu helgina í apríl í São Paulo og þar er hægt að sjá stærstu nöfnin í rokki, hip-hopi og raftónlist á þremur dögum.

28°C

Hæsti

20°C

Lægsti

20 dagar

Úrkoma

Allt verður rólegra í maí og loftslagið verður einnig svalara, sérstaklega í suðrinu þar sem hitinn getur farið niður í 14°C suma daga. Þetta tímabil á milli regntímans (febrúar til apríl) og heita, þurra tímans (september til nóvember) er góður tími til að skoða Amazon-skóginn, en þá er besta tækifærið fyrir siglingar og göngur í þægilegu veðri.

Þótt karnivalið og hátíðir páskavikunnar séu búin er nóg af viðburðum í Brasilíu. Í São Paulo fer fram Virada Cultural Paulistana - stærsta sólarhringshátíð í heimi. Ekki nóg með að ókeypis sé á hátíðina heldur geta gestir fylgst með fjölbreyttum viðburðum víða um borgina, eins og lifandi tónlist og kvikmyndum. Einnig er þess virði að heimsækja strandbæinn Torres því þar er haldin árleg alþjóðleg loftbelgjahátíð. Þar má finna áhugamenn um loftbelgi og einnig njóta tónleika, kvikmynda og jaðaríþrótta eins og fallhlífarstökks.

26°C

Hæsti

18°C

Lægsti

18 dagar

Úrkoma

Vetrarveðrið kemur yfir syðri hluta landsins í júní og hitinn fellur niður í 12°C. Í norðrinu er staðan þó allt önnur, en hlutar landsins eru enn í 30°C hita, þó svo að meiri rigning sé þar en í suðrinu.

Gleðigangan Gay Pride Parade fer fram í São Paulo í júní, sunnudaginn eftir Corpus Christi-frídaginn, og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Gestir geta fagnað stolti LGBT með milljónum manna með veislum, menningarhátíðum og öðrum viðburðum sem fagna fjölbreytileikanum. Í Rio taka bestu hlauparar heimsins þátt í einu fallegasta maraþonhlaupi heimsins, en farið er meðfram fjallshlíðum og sjávarsíðum. Aðrir stórir viðburðir eru Festival Folclórico do Amazonas í Manaus, með úrvali sýninga sem tengjast þjóðsögum, auk Festa de São João - sem er mánaðarlöng hátíð sem snýst um hefðbundna tónlist og dans.

26°C

Hæsti

17°C

Lægsti

13 dagar

Úrkoma

Júlí er kaldasti mánuðurinn í Brasilíu, það skiptir ekki máli hvaða hluti landsins er heimsóttur, það borgar sig að taka með sér hlýja yfirhöfn til að nota á kvöldin. Meðalhitinn er á milli 28 - 12°C, enn er nógu hlýtt til að njóta stranda Rio í suðaustrinu, hitabeltisvotlendisins á Pantanal-votlendinu og Amazon-regnskógarins. Skólafrí standa yfir nær allan mánuðinn svo búast má við að ösin á vinsælum stöðum sé meiri en vanalega.

Þrátt fyrir svalara veður heldur Brasilía sumarandanum lifandi með úrvali skemmtilegra viðburða, eins og Campos do Jordão-vetrarhátíðinni, en þar er boðið upp á heilan mánuð af lifandi sýningum. Einnig má nefna FLIP (Festa Literária Internacional de Paraty) á milli Rio de Janeiro og São Paulo, þar sem bókmenntaunnendur geta tekið þátt í vinnustofum, fyrirlestrum og umræðum. Fjallasvæðin eru vinsælust á þessum tíma því heimamenn njóta þess að fara á skíði innandyra, í gönguferðir og skoða sig um á stöðum eins og Serra Gaúcha og í hæðum Rio.

25°C

Hæsti

17°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Þægilegt hitastig og úrkoma í lágmarki gera ágúst að einum besta tímanum til að heimsækja Brasilíu. Gestir ættu að íhuga að skoða Pantanal-votlendið, þar sem möguleiki er á að sjá jagúara á bökkum vatna og áa. Hitinn yfir daginn getur verið í kringum 25°C en það getur kólnað vel á kvöldin, svo það borgar sig að hafa góða yfirhöfn.

Í suðræna bænum Gramado er haldin árleg alþjóðleg kvikmyndahátíð í ágúst, þar sem bestu brasilísku myndirnar og myndir frá öðrum löndum Rómönsku Ameríku eru sýndar á níu dögum. Í miðvestrinu er vikulanga tónlistarhátíðin Bananada haldin í Goiânia, en þá breytist bærinn í miðstöð óhefðbundinnar tónlistar, menningar, matreiðslu og jafnvel hjólabrettakeppna.

26°C

Hæsti

17°C

Lægsti

10 dagar

Úrkoma

Milt veðrið heldur áfram í september, sem þýðir að þá er enn frábær tími til að skoða dýralífið í Amazon-skóginum og á Pantanal-votlendinu. Hitastigið fer hækkandi þegar vetur víkur fyrir vori og blóm byrja að blómstra um allt landið.

Heimsfræga hátíðin Rock in Rio er til skiptis haldin í heimaborginni Rio og alþjóðlegri gestaborg. Stærstu hljómsveitirnar stíga þá á svið, dæmi um listamenn sem hafa verið á hátíðinni eru Elton John, Guns N’ Roses og Rihanna. Til að drekka í sig fyrstu liti vorsins er hægt að heimsækja heillandi borgina Holambra - stærsta framleiðanda á blómum og skrautplöntum í Rómönsku Ameríku. Á árlegu hátíðinni Expoflora sýna meira en 400 framleiðendur á svæðinu plöntur sínar meira en 300.000 gestum.

27°C

Hæsti

18°C

Lægsti

11 dagar

Úrkoma

Vorið er komið og hitinn rís í Brasilíu í október. Enn er ferðamannaösin ekki byrjuð en það er nóg um að vera, eins og tónlistarhátíðir og trúarlegar skrúðgöngur.

Oktoberfest kemur til margra borga Brasilíu með látum, sérstaklega í Blumenau þar sem stór skrúðganga markar upphafið að rúmum tveimur vikum af bjórdrykkju og þjóðlagatónlist - en sú hátíð er sú næststærsta á eftir upprunalegu hátíðinni í München. Við mynni Amazon-ánnar fer fram Círio de Nazaré-skrúðgangan og miðpunktur hennar er lítil stytta af Nossa Senhora de Nazaré (heilagri frúnni af Nasaret), en hana bera milljónir pílagríma á blómum prýddum vagni. Aðdáendur raftónlistar halda til Rio því þar er haldin útihátíðin Ultra Brasil, þar sem fram koma helstu EDM-plötusnúðar heimsins og leiftrandi ljóssýningar eru á sviðinu.

28°C

Hæsti

20°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Enn er vor og háannatíminn er ekki kominn í nóvember, sem þýðir að hægt er að heimsækja borgir og vinsæla staði án þess að lenda í mestu ösinni. Hitinn fer að rísa og er að meðaltali 17 - 35°C, en einnig eykst rigningin. Gestir ættu ekki að láta ófyrirsjáanlegt veðrið á þessum tíma slá sig út af laginu - það er nóg að gera og sjá í Brasilíu.

Í São Paulo er einn mikilvægasti íþróttaviðburður ársins haldinn í nóvember en þá er kappaksturinn Brazilian Grand Prix í Autódromo José Carlos Pace í hverfinu Interlagos. Fyrir þá sem vilja skoða dýralífið er þetta líklega síðasta tækifærið til að fara í Amazon-skóginn eða Santa Catarina í hvalaskoðun áður en hitinn verður óþægilega hár.

28°C

Hæsti

21°C

Lægsti

17 dagar

Úrkoma

Jólahátíðin og hlýtt veður þýða að desember er erilsamur mánuður í Brasilíu. Meðalhitinn er 19 - 35°C en regntíminn er kominn aftur svo það rignir víða um landið.

Í fyrstu viku desember er haldið stærsta karnival utan hefðbundins tíma í Natal. Það er kallað Carnatal og mannfjöldinn dansar á götunum við hlið stórra bíla með risastór hljóðkerfi, sem kallast trios elétricos. Comic Con Experience er haldin í São Paulo í þrjá daga í desember, þar er mikið af sýningum og listamönnum sem tengjast stærstu teiknimyndasögunum, sjónvarpsþáttunum, kvikmyndunum og tölvuleikjunum. Þegar jólin nálgast eru borgir skreyttar fallegum ljósum, en fáar eins mikið og Gramado á hátíðinni Natal Luz. Gestir geta einnig notið tónleika við vatnið, með skemmtikröftum og heillandi sjónbrellum. Til að fagna nýja árinu með stæl geta gestir verið með milljónum hvítklæddra veislugesta á Copacabana-ströndinni í Rio þann 31. desember og séð ótrúlega flugeldasýningu og notið lifandi tónlistar.

30°C

Hæsti

22°C

Lægsti

22 dagar

Úrkoma

Veður og hitastig í Brasilíu

Sumarið í Brasilíu er frá desember til mars, þá verður hitinn meiri eftir því sem norðar er haldið. Fyrir þá sem vilja fara í gönguferðir og skoða sig um í stórborgum eins og Rio á þessum tíma, býður þessi svalari tími árs á milli maí og september upp á betri skilyrði. Á tímabilunum utan háannatímans, í apríl og október, má búast við svölu veðri í suðrinu en þurrara og hlýrra veðri á strandsvæðunum norðar. Til að forðast harðan veturinn í suðrinu og hápunkt regntímabilsins er best að skipuleggja ferðina á milli september og október.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
São Paulo Hæsti 29°C 30°C 28°C 26°C 23°C 23°C 22°C 25°C 26°C 27°C 26°C 29°C
Lægsti 20°C 21°C 19°C 18°C 15°C 15°C 14°C 14°C 16°C 17°C 18°C 20°C
Úrkoma 25 dagar 23 dagar 24 dagar 20 dagar 18 dagar 13 dagar 12 dagar 10 dagar 12 dagar 15 dagar 18 dagar 22 dagar
Rio de Janeiro Hæsti 32°C 32°C 30°C 28°C 27°C 27°C 26°C 26°C 28°C 28°C 28°C 31°C
Lægsti 23°C 24°C 23°C 21°C 19°C 19°C 18°C 18°C 19°C 20°C 22°C 23°C
Úrkoma 25 dagar 23 dagar 24 dagar 20 dagar 18 dagar 13 dagar 12 dagar 10 dagar 12 dagar 15 dagar 18 dagar 22 dagar
Curitiba Hæsti 27°C 28°C 26°C 24°C 21°C 19°C 19°C 22°C 23°C 24°C 24°C 27°C
Lægsti 18°C 18°C 16°C 15°C 12°C 11°C 9°C 10°C 12°C 14°C 15°C 17°C
Úrkoma 25 dagar 23 dagar 24 dagar 20 dagar 18 dagar 13 dagar 12 dagar 10 dagar 12 dagar 15 dagar 18 dagar 22 dagar
Salvador Hæsti 30°C 30°C 31°C 30°C 29°C 28°C 28°C 27°C 28°C 28°C 29°C 30°C
Lægsti 25°C 25°C 25°C 25°C 24°C 23°C 23°C 22°C 23°C 24°C 24°C 24°C
Úrkoma 25 dagar 23 dagar 24 dagar 20 dagar 18 dagar 13 dagar 12 dagar 10 dagar 12 dagar 15 dagar 18 dagar 22 dagar
Florianópolis Hæsti 29°C 30°C 28°C 26°C 24°C 22°C 21°C 22°C 23°C 24°C 26°C 28°C
Lægsti 22°C 23°C 21°C 19°C 17°C 15°C 14°C 15°C 16°C 18°C 19°C 22°C
Úrkoma 25 dagar 23 dagar 24 dagar 20 dagar 18 dagar 13 dagar 12 dagar 10 dagar 12 dagar 15 dagar 18 dagar 22 dagar

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja í Brasilíu

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja í Brasilíu í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 33 66 99 132
  • Rp 1.352.453 jan
  • Rp 1.362.433 feb
  • Rp 1.220.974 mar
  • Rp 1.152.297 apr
  • Rp 1.196.831 maí
  • Rp 1.149.132 jún
  • Rp 1.221.921 júl
  • Rp 1.164.840 ág
  • Rp 1.214.275 sept
  • Rp 1.248.603 okt
  • Rp 1.348.119 nóv
  • Rp 1.545.845 des
    0 33 66 99 132
  • Rp 1.181.969 jan
  • Rp 1.116.866 feb
  • Rp 866.260 mar
  • Rp 764.659 apr
  • Rp 793.681 maí
  • Rp 836.879 jún
  • Rp 950.374 júl
  • Rp 844.838 ág
  • Rp 922.886 sept
  • Rp 947.195 okt
  • Rp 1.042.014 nóv
  • Rp 1.580.508 des
    0 33 66 99 132
  • Rp 414.949 jan
  • Rp 475.358 feb
  • Rp 340.191 mar
  • Rp 310.425 apr
  • Rp 339.856 maí
  • Rp 319.900 jún
  • Rp 347.134 júl
  • Rp 327.254 ág
  • Rp 352.687 sept
  • Rp 356.813 okt
  • Rp 384.899 nóv
  • Rp 539.602 des
    0 33 66 99 132
  • Rp 1.605.521 jan
  • Rp 1.584.108 feb
  • Rp 1.230.879 mar
  • Rp 1.095.672 apr
  • Rp 1.148.291 maí
  • Rp 1.226.499 jún
  • Rp 1.299.908 júl
  • Rp 1.176.676 ág
  • Rp 1.297.545 sept
  • Rp 1.312.123 okt
  • Rp 1.314.828 nóv
  • Rp 2.310.082 des
    0 33 66 99 132
  • Rp 1.253.840 jan
  • Rp 1.220.181 feb
  • Rp 1.023.518 mar
  • Rp 960.322 apr
  • Rp 937.209 maí
  • Rp 1.040.783 jún
  • Rp 1.099.322 júl
  • Rp 1.012.505 ág
  • Rp 1.024.003 sept
  • Rp 1.037.521 okt
  • Rp 1.079.801 nóv
  • Rp 1.531.235 des

Bestu staðirnir til að heimsækja í Brasilíu

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna í Brasilíu!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt í Brasilíu

gogbrazil